Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2014 10:38

Snæfellssigur á Hlíðarenda

Snæfellingar náðu aðeins að færa sig upp töfluna með sigri á Valsmönnum á Hlíðarenda í gærkveldi. Framan af leik leit út fyrir að Hólmarar myndu fara fremur létt með Valsmenn en sú varð ekki raunin. Aðeins þrjú stig skildu liðin að í lokin í 89:86 sigri Snæfells, sem nú er komið í 7. sæti deildarinnar með 16 stig. Í fyrstu virtist sem Snæfell myndi rúlla yfir heimamenn sem fundu enga leið í gegnum vörn gestanna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 9:24. Leikurinn jafnaðist í öðrum leikhluta sem Valsmenn unnu 24:21. Staðan í hálfleik var því 45:33 fyrir Snæfell. Jafnvægi var í leiknum í þriðja leikhluta og munur Snæfells hélst. Lokaleikhlutinn byrjaði á sérkennilegan máta. Valsmenn voru nánast í sókn fyrstu mínútuna en tvær tæknivillur voru dæmdar á Snæfellsliðið. Valsmenn voru á vítalínunni og skoruðu 8 stig á 35 sekúndna kafla og byrjuðu leikhlutann 10:1. Staðan var orðin 67:70 eftir hálfa aðra mínútu í lokafjórðungnum. Leikurinn var síðan í járnum allan fjórða leikhluta. Valsmenn minnkuðu muninn í 2 stig 83:85 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og síðan var staðan 85:87 þegar tvær mínútur voru eftir. Snæfellingum tókst alltaf að skora á krítískum augnablikum og þeir reyndust sterkari á lokasprettinum. Valsmenn klúðruðu síðustu tækifærunum í leiknum til að ná sigri og Snæfell bar sigur úr býtum 86:89.

 

 

Hjá Snæfelli var Travis Cohn III atkvæðamestur með 31 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 17 stig og 10 fráköst, Sigurður Á Þorvaldsson 13 stig, Stefán Karel Torfason 8 stig og 8 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6 stig, Sveinn Arnar Davíðsson og Kristján Pétur Andrésson 5 stig hvor og Finnur Atli Magnússon 4.

 

Í næstu umferð, þeirri nítjándu, sækja Snæfellingar Stjörnuna heim í Garðabæ á fimmtudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is