Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2014 02:01

Þriðji leikhluti varð Borgnesingum að falli

Þór frá Þorlákshöfn reyndist Skallagrímsmönnum erfiður ljár í þúfu þegar liðin áttust við í Borgarnesi í gærkvöldi í Dominos deild karla í körfubolta. Skallagrímsmenn byrjuðu þó betur og voru yfir framan af í fyrsta leikhluta. Þórsara komust hins vegar fram úr heimamönnum í síðustu sóknum leikhlutans og voru tveimur stigum yfir að honum loknum, 24:26. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á um að hafa forystu. Gestirnir voru ívið betri og komust mest fimm stigum yfir. Góð flautukarfa hjá Páli Axel Vilbergssyni fyrir Skallagrímsmenn undir lok leikhlutans minnkaði muninn aftur í tvö stig og var staðan því í hálfleik 41:43 fyrir Þórsara. Heimamenn mættu illa stemmdir til leiks í seinni hálfleik og léku afleitlega í þriðja leikhluta. Gestirnir gengu á lagið og skoruðu fyrir vikið körfur í öllum regnbogans litum undir forystu hins stóra og stæðilega Ragnars Nathanaelssonar. Þegar yfir lauk voru Sunnlendingar komnir með tuttugu og eins stigs forskot. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 56:77. Þórsarar slökuðu eilítið á í lokaleikhlutanum og náðu heimamenn að minnka muninn í tíu stig 76:86 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Gestirnir hertu þá tökin að nýju og lönduðu átján stiga sigri, 83:101.

 

 

Sem fyrr dró Páll Axel Vilbergsson vagninn í liði Skallagríms í leiknum og skoraði hann 30 stig og tók 8 fráköst. Benjamin Curtis Smith kom næstur með 23 stig og þá skoruðu Grétar Ingi Erlendsson 11, Ármann Örn Vilbergsson og Orri Jónsson 8 hvor og Egill Egilsson 3.

 

Þrátt fyrir tapið sitja Borgnesingar sem fastast í 10. sæti Dominos deildarinnar með átta stig, jafn mörg stig og KFÍ sem er í 11. sæti. Borgnesingar standa hins vegar betur að vígi gagnvart KFÍ vegna innbyrðis leikja. Liðið á nú einungis fjóra leiki eftir í deildinni og er næsti leikur þess á heimavelli í Borgarnesi næsta fimmtudag gegn botnliði Valsmanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is