Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2014 02:49

Konráð Valur Sveinsson valinn Íþróttamaður Borgarfjarðar 2013

Hestamaðurinn Konráð Valur Sveinsson frá hestamannafélaginu Faxa í Borgarfirði var valinn Íþróttamaður Borgarfjarðar 2013. Fór kjörið fram síðastliðinn fimmtudag að loknum leik Skallagríms og Þórs í körfubolta. Konráð sem verður átján ára á þessu ári náði góðum árangri í íþrótt sinni á liðnu ári. Hæst bar þátttaka hans í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín þar sem Konráð varð tvöfaldur heimsmeistari ungmenna í 250 metra og 100 metra skeiði. Hann náði einnig mjög góðum árangri á mótum innanlands og sigraði sem dæmi í 100 metra skeiði á Fjórðungsmóti Vesturlands á Kaldármelum síðasta sumar. Þá var hann valinn efnilegasti knapi landsins á uppskeruhátíð Landssambands hestamanna í nóvember.  

Allir þrettán sem tilnefndir voru sem Íþróttamaður Borgarfjarðar fengu afhenta viðurkenningu á verðlaunaafhendingunni. Fimm efstu fengu síðan sérstök verðlaun. Í öðru sæti í kjörinu varð hinn fjölhæfi Helgi Guðjónsson hjá Ungmennafélagi Reykdæla. Helgi, sem er 14 ára, náði frábærum árangri á síðasta ári í hvorki meira en minna en fjórum íþróttagreinum; knattspyrnu, frjálsum íþróttum, körfubolta og sundi. Hann setti markamet á árinu sem og Íslandsmet í 800 metra hlaupi innanhúss. Þá var hann valinn í U15 ára landslið Íslands í knattspyrnu svo dæmi séu nefnd. Í þriðja sæti í kjörinu varð Bjarki Pétursson kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness, sem m.a. varð í fjórða sæti á Eimskipsmótaröð karla í golfi á síðasta ári. Fjórða varð badmintonstúlkan Harpa Hilmisdóttir úr Ungmennafélaginu Skallagrími sem m.a. var valin í U17 ára landsliðið í badminton á árinu og þá varð fimmti Brynjar Björnsson dansari frá Dansíþróttafélagi Borgarfjarðar en hann keppti m.a. á alþjóðlegum dansmótum í Kína, Danmörku og Lettlandi.

 

Sjá nánar frá athöfninni í máli og myndum í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is