Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2014 08:01

Vitundarvakning gegn hverskonar ofbeldi gegn börnum

Það var þétt setið í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga í liðinni viku þegar haldið var fræðsluþing vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Innanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og velferðarráðuneytið stóðu að vitundarvakningunni og hafa ráðherrar þessara ráðuneyta lagt áherslu á að mæta á þingin eftir því sem við verður komið. Meðal mælenda voru Jóna Pálsdóttir, formaður verkefnisstjórnar Vitundarvakningar sem kynnti verkefnið. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir handritshöfundur og verkefnastjóri Fáðu já, Hjördís Eva Þórðardóttir frá UNICEF á Íslandi, Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, Anna Kristín Newton, sálfræðingur frá Stuðlum og Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Þegar frummælendur höfðu lokið ræðum sínum var hópastarf og umræður.

 

 

 

Markmið Vitundarvakningar er að fræða börn og unglinga, og þá sem með þeim starfa. Sextán fræðsluþing á vegum Vitundarvakningarinnar hafa verið haldin um land allt og hafa þau verið vel sótt. Ljóst er að mikill áhugi er á markvissu og víðtæku samstarfi til að verja börn fyrir ofbeldi í hvaða mynd sem það kann að birtast.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is