Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2014 01:42

Oddfellowsystur gáfu fæðingadeildinni hitakassa

Forsvarsmenn kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi fengu nýverið góða gesti í heimsókn. Þá var mættur fjölmennur hópur systra úr Rebekkustúkunni Ásgerði á Akranesi, en hún starfar innan Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi. Fæðingadeild HVE á Akranesi fékk að gjöf frá systrunum nýjan og fullkominn ferðahitakassa fyrir nýbura. Gjöfin leysir af hólmi eldri hitakassa sem hefur þjónað stofnuninni og nýfæddum börnum dyggilega í aldarfjórðung. Hitakassinn er fyrst og fremst nýttur þegar flytja þarf nýfædd börn í brýnum tilvikum á Landspítalann í Reykjavík. Einnig ef hlúa þarf sérstaklega að nýburum um skamma hríð strax eftir fæðingu á deildinni. Nýi hitakassinn tekur hinum eldri fram að mörgu leyti. Færi gefst nú á nákvæmari hitastjórnun og súrefnisflæði og bæði líkamshiti barns og umhverfis er vaktaður. Þá tekur mun styttri tíma að ná upp réttu hitastigi í kassanum ef fyrirvaralítið þarf að grípa til hans. Hinum nýja hitakassa fylgir sérstök hjólagrind sem hægt er að skorða í sjúkrabifreið en áður þurfti að óla kassann niður á sjúkrabörum bifreiðar fyrir ferðalag. Andvirði gjafarinnar er ríflega 3,6 milljónir króna.

 

 

 

Athöfnin þegar hitakassinn var afhentur hófst með því að Guðjón S. Brjánsson forstjóri HVE bauð gesti velkomna og sagði þetta gleðifund. Petrína Ottesen yfirmeistari Ásgerðar stúkunnar rakti aðdraganda þess að gjöfin var valin og keypt. Gat hún þess að fyrrum yfirmeistari, Bryndís Bragadóttir hefði beitt sér fyrir að gera þetta að veruleika. Bryndís ávarpaði síðan einnig gesti og árnaði deildinni heilla. Edward Kiernan yfirlæknir kvennadeildar þakkaði Oddfellowkonum dyggan stuðning og velvild í þágu ungra barna. Að því loknu sýndi Anna Björnsdóttir deildarstjóri gefendum kassann og skýrði nánar hvernig hann er nýttur. Í lokin var gestum boðið upp á kaffiveitingar og að litast um á kvennadeildinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is