Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2014 09:53

Skorrdælingar vilja áfram vera sjálfstæðir

Á fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps í gærkveldi voru talin atkvæði í skoðanakönnun um vilja íbúa til sameiningar við annað hvort Borgarbyggð eða Hvalfjarðarsveit, eða áframhaldandi sjálfstæði hreppsins. Niðurstaðan var afgerandi. Meirihluti íbúa, eða 59% þeirra, vilja að Skorradalshreppur verði áfram sjálfstætt sveitarfélag. 38,5% valdi þann kost að taka upp sameiningarviðræður við Borgarbyggð en 2,6% að rætt yrði við Hvalfjarðarsveit um sameiningu. Á kjörskrá voru 47 íbúar og kusu 39 þeirra eða 83%. Um póstkosningu var að ræða. Í tilkynningu frá hreppsnefnd Skorradalshrepps kemur fram að Hrefna B Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hafi opnað umslögin með atkvæðaseðlunum og talið atkvæðin. Jafnframt segir að hreppsnefnd muni taka ákvörðun varðandi niðurstöður könnunarinnar á fundi í næstu viku.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is