Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2014 08:01

Snorri West ævintýri fyrir unga Íslendinga

Í sumar gefst ungum Íslendingum á aldrinum 18-28 ára tækifæri á fjögurra vikna menningar- og ævintýraferð um slóðir íslensku landnemanna í Vesturheimi. Snorri West verkefnið hefur verið starfandi í Manitobafylki í Kanada frá árinu 2001 en nú gefst þátttendum m.a. tækifæri á að ferðast um Íslendingaslóðir í Washington í Bandaríkjunum. Verkefnið er skipulagt af Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi (INL of NA), Íslendingadeginum í Gimli, Snorrasjóði og Íslendingafélögunum í fyrrnefndum ríkjum.

 

 

 

Flogið verður til Washington 13.júní þar sem fulltrúar Íslendingafélagsins þar í borg taka á móti ungmennunum. Þar verður Hvíta Húsið heimsótt og þann 17.júní verður farið í mótttöku til sendiherra Íslands. Að nokkrum dögum liðnum verður farið til Kinmount, Ontario, ferðast um Íslendingabyggðir þar og kynnst sögu og menningu afkomenda landnemanna. Niagra fossarnir verða heimsóttir ásamt Toronto Island. Síðari hluti ferðarinnar fer fram á Nýfundnalandi en þar er að finna minjar fyrsta afkomanda Vestur Íslendinga, Snorra Þorfinssonar. Undir lok ferðarinnar verður farið til Halifax og m.a. heimsótt safn sem hefur að geyma minjar Titanic skipsins.  Á meðan á ferðinni stendur munu þátttakendur búa hjá fjölskyldum af íslenskum ættum. Komið er heim að morgni 13. júlí.

Það er samdóma álit þeirra ungmenna sem tekið hafa þátt í Snorra West að upplifunin sé ógleymanleg og að sterk vináttubönd hafi myndast við þær fjölskyldur sem þátttakendur hafa dvalist hjá. Þátttökukostnaður er 2.200 kanadadollarar (um 230.000 ISK) og er þá allt innifalið, þ.e. flug, ferðir, gisting og matur víðast hvar. Verkefnið er styrkt af Icelandic Festival of Manitoba, Canada Iceland Foundation og Guttormsson Family Foundation.

Umsóknarfrestur er til 7. mars n.k. og er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á vefnum www.snorri.is þar sem einnig finna má frekari upplýsingar.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is