Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2014 12:43

Yfirvinnubann í gildi hjá starfsmönnum Elkem sem eru hjá VLFA

Síðastliðinn sunnudag tók gildi yfirvinnubann hjá iðnverkafólki sem starfar hjá Elkem Ísland á Grundartanga. Að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness nær yfirvinnubannið til um 150 starfsmanna fyrirtækisins og þar af er um 90% þeirra félagsmenn í VLFA. Vilhjálmur segir að yfirvinnubannið hafi mikil áhrif á starfsemina hjá Elkem þar sem að þar sé unnin mikil yfirvinna. Fækkun starfsmanna þar síðustu misserin, sem komi m.a. fram í lækkun launakostnaðar um tæp 10% milli áranna 2012 og 2013, segir hann að komi fram í meira álagi á starfsmenn. Einhverjir þeirra þurfi að skila yfirvinnu á hverjum sólarhring til að halda starfseminni gangandi. Vilhjálmur segir að núna í vikunni verði svo fundað með starfsmönnum um framhaldið, en verkfallsboðun hljóti að verða næsta skref ýti yfirvinnubannið ekki aðilum að samningsborðinu.

 

 

 

Verkalýðsfélag Akraness er eina félag verkafólks í landinu sem ekki hefur lýst yfir samþykki við nýgerða kjarasamninga og samræmda launastefnu sem í þeim felst. Vilhjálmur Birgisson segir að ekki sé með nokkru móti hægt að sætta sig við þau skilyrði sem þar eru sett, að allt verkafólk væri undir einum hatti. Störf við stóriðjuna væru sérhæfð, m.a. með tilliti til öryggismála og krefjandi vinnuumhverfis. Vilhjálmur segir að enginn afsláttur verði veittur frá því að starfsmenn í Járnblendiverksmiðjunni hafi sína sérkjarasamninga sem þeir hafa haft frá því verksmiðjan var opnuð 1979. Kjarasamningar hjá Norðuráli eru hins vegar bundnir út þetta ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is