Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2014 02:10

Rifsnes SH komið úr Slipp og farið á veiðar

Línuveiðiskipið Rifsnes SH frá Rifi fór frá Akureyri árla á mánudagsmorgun eftir að viðgerð lauk á því hjá Slippnum þar í bæ. Rifsnes skemmdist töluvert fyrr í mánuðinum þegar óhapp varð í Rifshöfn. Línuskipið Tjaldur SH var að keyra í spring sem kallað er þegar tógið slitnaði með þeim afleiðingum að Tjaldur sigldi á skut Rifsness. Þrátt fyrir þó nokkrar skemmdir voru starfsmenn Slippsins aðeins um viku að gera við Rifsnesið.

 

„Það þurfti að taka niður íbúðir aftast í skipinu til að komast að hluta skemmdanna. Meðal annars varð olíutankur fyrir hnjaski án þess það kæmi þó gat á hann. Hins vegar kom smá gat á íbúðahlutann en það var allt ofan sjólínu. Þetta er allt úr áli þarna aftur á. Þeir skáru þetta út með slípirokkum bæði á afturgaflinum og þilfarinu,“ sagði Bjarni Gunnarsson skipstóri á Rifsnesi í samtali við Skessuhorn í gær. Rifsnes var þá þegar komið á veiðar fyrir miðjum Breiðafirði, búið að leggja línuna og dráttur hafinn.  

 

Bjarni var búinn að draga níu rekka af línu þegar haft var samband við hann. Hann sagði að mjög góður þorskur væri að koma upp með línunni. „Veiðin er líka ágæt. Við höfum ekkert orðið varir við loðnuna á þessum slóðum. Það virðist minna um ýsu hér núna en var um daginn. Við höfum annars verið á flótta undan henni. Eins og allir aðrir höfum við oft þurft að sigla langar leiðir til að komast hjá því að fá ýsuafla. Það var þá annað fyrir um þremur árum þegar við leituðum að henni út um allan sjó. Allur okkar afli fer til vinnslu í húsinu heima í Rifi nema þá helst stærsti þorskurinn og aukategundir eins og karfinn. Það fer á markað.“

 

Allur afli er ísaður um borð og veiðiferðirnar stuttar. Aðeins er legið úti að jafnaði í tvo til fjóra sólarhringa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is