Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2014 09:00

Langaði til að búa úti á landi og flutti til Grundarfjarðar

„Það kom mér eiginlega þægilega á óvart hvað ég kunni vel við mig hér í Grundarfirði. Ég er fædd og uppalin á Bíldudal. Ég er mikill Bílddælingur, næstum svo að ég hélt jafnvel að mér myndi reynast erfitt að aðlagast lífinu í öðru sjávarþorpi. En mér líður afskaplega vel hér. Kannski hljómar það furðulega en mér finnst ég einhvern veginn komin heim. Grundarfjörður er jú sjávarpláss. Fólk hér er mjög opið og skemmtilegt og einhvern veginn svo jákvætt. Mér hefur verið tekið afar vel. Hér er mikill kraftur í fólki. Hvorki uppgjöf né svartsýni,“ segir Alda Hlín Karlsdóttir þar sem við tökum spjall í húsakynnum Sögu- og upplýsingamiðstöðvarinnar í Grundarfirði. Síðan 1. júní í fyrra hefur hún starfað sem menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar. 

Alda þekkti ekki vel til Grundarfjarðar þegar hún flutti þangað búferlum með eiginmanni og tveimur ungum sonum úr Kópavogi í sumarbyrjun á síðasta ári.

 

„Systir mín hafði átt heima hér í nokkur ár. Ég hafði komið nokkrum sinnum í heimsókn til hennar. Maðurinn minn, Unndór Jónsson, starfar hjá flugfélagi erlendis. Hann er svo mikið á ferðinni víða um heim, er oftast tvær vikur í burtu og svo tvær vikur hér heima á Íslandi. Þar sem hann sækir sína atvinnu á fjarlægðum slóðum sáum við að það væri alveg eins hægt að eiga heimili á Grundarfirði eins og fyrir sunnan. Við eigum tvo unga syni. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að koma með þá hingað í staðinn fyrir að vera með þá í stressinu fyrir sunnan. Nú hefur þetta verið svona í átta mánuði og þetta fyrirkomulag gengur eiginlega ótrúlega vel. Unndór þarf ekki að aka nema tvo tíma til að komast heim í Grundarfjörð eftir að hann er lentur í Keflavík,“ segir Alda Hlín.

 

Skessuhorn vikunnar birtir ítarlegt viðtal við Öldu Hlín Karlsdóttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is