Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2014 09:01

Frumflutningur á Íslandi á sálumessunni Eternal Light

Sunnudaginn 2. mars kl. 17 flytur Kór Akraneskirkju sálumessuna Eternal Light eftir enska tónskáldið Howard Goodall. Er þetta í fyrsta skipti sem tónverkið er flutt í heild sinni á Íslandi. Sálumessur eru og voru oftast samdar til minningar um látna einstaklinga en í þessu tilfelli, fléttar tónskáldið inn í sitt verk ljóðum sem eru ekki síður hugsuð fyrir okkur hin sem eftir stöndum og syrgjum. Þetta eru sérlega fallegir textar sem hafa sterk skilaboð og eru eftir ensk ljóðskáld. Verkið hefur vakið mikla athygli víða í heim og má segja að vinsældir þess séu að aukast verulega. Tónskáldið Howard Goodall er þekkt kvikmyndatónskáld í Englandi og hefur m.a. samið tónlist í myndir og þætti um Mr. Bean, Blackadder og fleiri þekkta sjónvarpsþætti. Árið 2009 hlaut hann BRIT verðlaunin fyrir Eternal Light.

 

 

Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Clausen tenór og Halldór Hallgrímsson tenór en hann er einnig félagi í kórnum.

 

Um hljóðfæraleik sjá þau Birgir Þórisson sem leikur á orgel, Viðar Guðmundsson píanóleikari, Kristín Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson.

 

Tónleikastaðurinn vekur kannski athygli en tónleikarnir fara fram í verslunarhúsnæði að Kalmansvöllum 1 sem áður hýsti m.a. verslunina Nettó.  Þar er einstaklega góður hljómburður sem hentar vel kórtónlist sem þessari og því var tekin ákvörðun um að notfæra sér húsnæðið.

 

Aðgangseyrir er kr. 2.500 og er forsala í Bjargi sem og í gamla Iðnskólanum við Vinaminni.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is