Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2014 08:01

Grunnskólabörn í Borgarnesi nýta gott skautafæri

Frost og þýður til skiptis hafa einkennt tíðarfarið það sem af er ári. Þetta hefur ekki farið framhjá grunnskólabörnum í Borgarnesi sem hafa nýtt kuldatíðina síðustu vikur til bregða sér á skauta ásamt kennurum og foreldrum á ísilögðum velli í bænum og nágrenni hans, m.a. á Álatjörn í Einkunnum. Að sögn Hilmars Más Arasonar aðstoðarskólastjóra hefur verið gott skautafæri á tjörninni síðustu vikur. Þar er góður klaki og gott pláss fyrir vant og óvant skautafólk til að athafna sig. Ýmsar listir hafa verið leiknar í þessum ferðum og þá hafi sumir leikið íshokkí. Hilmar segir grunnskólann leggja áherslu á að hvetja nemendur sína til útivistar og eru skautaferðirnar liður í því starfi. Þá vill skólinn benda nemendum og foreldrum á tækifærin sem bjóðast til útivistar í Borgarnesi og nágrenni.

„Vegna þessa höfum við verið að safna skautum undanfarin ár til að gera nemendum kleyft að prófa. Skautarnir hafa verið gefnir skólanum eða keyptir á nytjamörkuðum á vægu verði. Við fengum til dæmis höfðinglega gjöf frá hjónunum Önnu Dóru Ágústsdóttur og Jóni Karli Jónssyni sem gáfu okkur 13 pör af skautum fyrir nokkru,“ segir Hilmar sem segir gjafir sem slíkar nýtast vel.

Fleiri svell hafa einnig verið nýtt í Borgarnesi til að fara á skauta, bæði af grunskólabörnum og íbúum. „Sumir hafa skautað á svelli sem hylur grasflötina í Skallagrímsgarði. Þá ákvað Borgarbyggð að fylla eina byggingarlóð við bílastæði Landnámssetursins af vatni að okkar beiðni fyrir skemmstu til að búa til skautasvell. Þar er nú komin góður ís þar sem kjörið er að renna sér á skautum,“ bætir Hilmar við. Hann hvetur fólk eindregið til að draga fram skautana og nýta svellin meðan tíðin leyfir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is