Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2014 04:05

Áhugaverðar endurbætur á húsum í gamla bænum í Borgarnesi

Víða á Vesturlandi hefur verið gerð gangskör að endurgerð og varðveislu gamalla húsa sem byggð voru í árdaga þéttbýlismyndunar í landinu. Nægir að nefna Stykkishólm sem dæmi um hvernig vel hefur til tekist í þeim efnum. Í gamla bænum í Borgarnesi hefur slík vakning einnig átt sér stað á liðnum árum. Skemmst er að minnast framtaks nokkurra athafnamanna þar á tíunda áratugnum sem hófu að gera upp Búðarklett sem nú hýsir hluta af starfsemi Landnámssetursins. Sömuleiðis má nefna frumkvæði Hollvinasamtaka Englendingavíkur sem hófu að gera upp verslunarhúsin í Englendingavík þar sem Edduveröld er með starfsemi í dag. Við þetta er að bæta átak ýmissa húseigenda í gamla bænum sem ráðist hafa í markverðar endurbætur á húsum sínum.

 

Skessuhorn skoðaði dæmi af fjórum húsum í gamla bænum í Borgarnesi sem unnið hefur verið að endurbótum á síðustu misserin. Þetta eru húsin Egilsgata 10 (Arabía), Egilsgata 6 og 8 (Smiðjan og Stefánshús), Gunnlaugsgata 9 (Svarfhóll) og Skúlagata 9 (Gamla símstöðin/Miðnes). Sjá opnuumfjöllun í Skessuhorni dagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is