Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2014 06:01

Kynlífsverkfall út af knattspyrnuáhuga karlanna

Leikdeild Umf. Skallagríms situr ekki auðum höndum þessa dagana. Félagar í deildinni æfa af kappi söng- og gleðileikinn Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 14. mars í Lyngbrekku. „Leikritið byggir á 2500 ára gömlum gamanleik, Lýsiströtu eftir Aristofanes. Þar fara konurnar í kynlífsverkfall til að karlarnir semdu um frið og hættu styrjaldarátökum, en um leið er varpað ljósi á átök kynjanna. Í Stöngin inn fara konurnar í kynlífsverkfall til að karlmennirnir hætti að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Leikritið er mjög líflegt og skemmtilegt. Mikil tónlist er í verkinu og byggir hún á ABBA lögum við íslenska texta. Leikhópurinn var við stífar söngæfingar hjá Theodóru Þorsteinsdóttur í Tónlistarskóla Borgarfjarðar nú í janúar,“ segir Olgeir Helgi Ragnarsson formaður Leikdeildar Umf. Skallagríms í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Stöngin inn var frumsýnd í fyrsta sinn fyrir ári hjá sameiginlegu leikfélagi Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Það hlaut verðlaun sem athyglisverðasta leiksýning áhugaleikfélaganna og var í kjölfarið sýnt í Þjóðleikhúsinu, eins og jafnan fylgir þeirri viðurkenningu. „Samlestur hófst í desember, söng- og tónlistaræfingar í janúar og nú eru sviðsæfingar hafnar í Lyngbrekku undir leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar, sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir þær leiksýningar sem hann hefur stýrt á undanförnum árum. Þá stýrir Birna Hafstein dansatriðum,“ bætir Olgeir við. Sextán leikarar fara með hlutverk í Stöngin inn, auk þriggja manna hljómsveitar. Alls taka yfir þrjátíu manns þátt í uppfærslunni en hún er númer 78 í röðinni af verkefnum Leikdeildar Umf. Skallagríms frá upphafi, í 98 ára sögu Leikdeildarinnar sem setti upp sitt fyrsta verk árið 1916. Áhugasamir geta haft samband við miðasölu Leikdeildarinnar í síma 846-2293.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is