Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2014 11:01

Nýr formaður segir spennandi tíma framundan í fótboltanum á Akranesi

Á aðalfundi Knattspyrnufélags ÍA í síðustu viku var kosin ný stjórn í félaginu þar sem flest sæti eru skipuð nýjum fulltrúum. Nýr formaður er Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands. Í samtali við Skessuhorn sagðist Magnús hafa haft mikinn áhuga á boltanum alveg frá því hann ólst upp og átti heima í Mosfellsbænum. „Reyndar er stutt síðan að það var fært í tal við mig að taka að mér formennsku í félaginu. Spennandi tímar eru framundan í fótboltanum á Akranesi og ég er ánægður með að í stjórnir í knattspyrnufélaginu hefur valist mjög reynslumikið og gott fólk sem ég hlakka til að starfa með. Á uppeldissviðinu hefur til dæmis verið unnið mjög öflugt starf undanfarin ár og Norðurálsmótið í yngri flokkunum er góður vitnisburður um það,“ sagði Magnús. Aðspurður hvers vegna hafi verið leitað til hans að taka að sér formennskuna, sagði Magnús að væntanlega hafi það verið vegna reynslu sinnar í stjórnum fyrirtækja og félaga hér á landi og erlendis.

„Ekki síst er ég ánægður að hafa með mér í stjórninni Sævar Frey Þráinsson fyrrverandi forstjóra Símans. Það var eftir okkar samtal sem ég var ákveðinn í að slá til. Báðir erum við markmiðsdrifnir í okkar störfum og vitum hvað þarf til að ná árangri í rekstri og ég held að það komi sér vel. Ljóst er að forgangsverkefni hjá nýrri stjórn verður vinnuáætlun í að styrkja fjárhag félagsins. Það hefur hallað undan fæti hvað fjármálin varðar hjá KFÍA síðustu misserin, sérstaklega síðasta árið,“ segir Magnús.

 

Sjá nánar spjall við Magnús í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is