Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2014 09:35

Snæfellskonur fengu bikarinn að loknum sigurleik

Mikill fögnuður var í íþróttahúsinu í Stykkishólmi í gærkveldi að loknum sigurleik Snæfellskvenna gegn Njarðvík. Snæfellskonur fengu deildarmeistarabikarinn afhentan að leik loknum en þær tryggðu sér titilinn í umferðinni á undan. Snæfell hefur haft mikla yfirburði í Dominosdeild kvenna í vetur, er nú með tíu stiga forskot á Hauka í 2. sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.

Eftir að heimakonur voru komnar áfallalaust í gegnum byrjun leiksins gegn Njarðvík var aldrei spurning um að þær myndu vinna nokkuð fyrirhafnarlítinn sigur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 23:15 og 43:26 í hálfleik. Áfram mallaði svo Snæfellsvélin í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 87:60. Hjá Snæfelli var Chynna Brown með 27 stig og 6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 20 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9 stig og 8 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 5 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5 stig og 5 fráköst, Silja K Davíðsdóttir 2 stig og Edda B Árnadóttir 1. 

Í þriðju síðustu umferð deildarinnar sækja Snæfellskonur KR heim í vesturbæinn nk. sunnudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is