Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2014 09:42

Búnaðarþing & Matarhátíð í Hörpu

Setningarathöfn Búnaðarþings 2014 verður haldin í Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 1. mars kl. 12.30 og stendur til kl. 14.00. Þennan dag verður mat gert hátt undir höfði í Hörpunni því kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið á setningu Búnaðarþings í salnum Norðurljósum. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem á fimmta tug smáframleiðenda bjóða fram sínar vörur.  „Allir eru velkomnir á setningarathöfn Búnaðarþings sem hefst með léttri hádegishressingu í boði íslenskra bænda og fyrirtækja þeirra. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur, landbúnaðarverðlaunin verða veitt og Magni Ásgeirsson tekur lagið. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setur þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og  landbúnaðarráðherra, flytur ávarp,“ segir í tilkynningu frá BÍ.

Food & Fun hefur löngum verið einn af hápunktum ársins í íslenskri veitingaflóru. Nokkrir gestakokkar keppa sín á milli um titilinn Food & Fun matreiðslumaður ársins í Hörpunni. Veitingastaðirnir sem taka þátt í hátíðinni munu bjóða gestum að bragða á dýrindis mat sem gerður er úr hágæða íslensku hráefni. Kokkakeppnin er haldin á milli kl. 13.00 og 16.00.

 

Ljúfmetisverslunin Búrið heldur stærsta matarmarkað landsins, þar sem bændur, framleiðendur og neytendur bera saman bækur sínar og stunda viðskipti. Einkunnarorð Vetrarmarkaðarins eru „Uppruni, umhyggja og upplifun“ og öruggt að allir finna eitthvert góðmeti við sitt hæfi. Vetrarmarkaður Búrsins verður opinn milli kl. 11.00-17.00, bæði laugardag og sunnudag.

 

Á laugardeginum verður ýmislegt um að vera í Hörpunni. Vélasalar sýna dráttarvélar og annan búnað, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir og Samtök ungra bænda kynna sína starfsemi, hamborgarabíllinn Tuddinn verður ekki langt undan og Meistarafélag kjötiðnaðarmanna mætir með grillvagn sauðfjárbænda kl. 14 á laugardag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is