Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2014 09:48

Skallagrímssigur í tvíframlengdum leik

Háspennuleikur fór fram í Fjósinu í Borgarnesi í gærkvöldi þegar Skallagrímur mætti Val í Dominos deild karla í körfubolta. Tvíframlengja þurfti leikinn og urðu lokatölur að endingu 122:120 fyrir heimamenn. Leikurinn fór jafnt af stað. Bæði lið beittu sér lítið varnarlega á upphafsmínútum og var staðan orðin 18:14 fyrir Skallagrím um miðjan leikhlutann. Skallar skelltu hins vegar í lás eftir reiðilestur Pálma Sævarssonar þjálfara í leikhléi á þessum tímapunkti og var staðan að loknum fyrsta leikhluta 29:18 fyrir heimamenn.

Gestirnir léku betur framan af öðrum leikhluta og náðu að minnka munninn í fjögur stig eftir nokkurra mínútna leik, 40:36.

Skallagrímsmenn tóku leikinn aftur í sínar hendur áður en flautað var til hálfleiks en þá var staðan orðin 54:41 fyrir þá. Þeir héldu síðan uppteknum hætti í þriðja leikhluta og komu forskoti sínu í fimmtán stig að honum loknum, 81:66. Eflaust ætluðu Borgnesingar að landa sigri í rólegheitum í lokaleikhlutanum því óvenju mikill slaki kom á leik þeirra. Rauðklæddir gestirnir gengu á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt með skynsömum leik og góðri baráttu. Stigamunurinn var kominn í þrjú stig þegar fáeinar sekúndur voru eftir. Valsmenn áttu lokasóknina og náðu þeir að jafna leikinn með glæsilegu þriggja stiga skoti, 96:96.

 

Framlengja þurfti því leikinn. Gestirnir byrjuðu betur í henni og komust skjótt fimm stigum yfir. Skallagrímsmenn voru þó fljótir að jafna leikinn aftur. Þeir komust loks tveimur stigum yfir en allt kom fyrir ekki, Valsmenn jöfnuðu aftur í lokasókn framlengingarinnar og var staðan 108:108 þegar flautan gall. Framlengja þurfti því aftur. Nú reyndust hins vegar Borgnesingar sterkari og munaði um góða vítanýtingu þeirra á lokametrunum. Gestirnir fengu reyndar tækifæri til að jafna leikinn í blálokin en höfðu ekki heppnina með sér í þetta skipti. Lokatölur 122:120.

 

Sem fyrr var Benjamin Curtis Smith atkvæðamestur í liði Borgnesinga í gær, skoraði 46 stig og gaf 15 stoðsendingar. Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 23 stig og þá skoruðu Egill Egilsson 17, Trausti Eiríksson 12, Davíð Ásgeirsson 11, Ármann Örn Vilbergsson 9 og Grétar Ingi Erlendsson 4.

 

Með sigrinum tryggðu Borgnesingar sér dýrmæt stig í baráttunni gegn liði KFÍ um áframhaldandi sæti í Dominos deildinni og eru þeir nú með 10 stig í 10. sæti deildarinnar. Valsmenn, sem eru á botni deildarinnar með 2 stig, fengu hins vegar náðarhöggið með tapinu í gær og eru þeir fallnir niður í 1. deild. Næsti leikur Skallagrímsmanna fer fram næsta fimmtudag gegn toppliði KR og verður leikið í Vesturbænum í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is