Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2014 09:10

Haförn fórst eftir að hafa flogið á stag Gufuskálamasturs

Haförn drapst eftir að hafa flogið á eitt af stögunum sem halda uppi langbylgjumastrinu á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þór Magnússon á Gufuskálum fann fuglinn dauðann á jörðinni þegar hann var á göngu með hund sinn við mastrið. Örninn hafði vísast flogið á stagið, vængbrotnað og hrapað til jarðar. „Þetta er ungfugl sem hefur komist á legg í fyrrasumar. Þeir yfirgefa oftast foreldra sína í febrúar og mars árið eftir klak og leita þá gæfunnar á eigin spýtur. Í dag eru allir arnarungar vandlega merktir og skráðir og þessi var engin undantekning. Af merkjum á löppum hans lesum við að þetta sé ungi sem komst á legg úr hreiðri á Barðaströnd í fyrrasumar. Hann hefur sjálfsagt verið nýkominn á svæðið við Snæfellsnes. Kannski hefur hann verið í Kolgrafafirði og síðan flækst vestur eftir það og flogið á stagið,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í samtali við Skessuhorn.  Kristinn telur að fuglinn hafi drepist við áreksturinn. „Þetta er mikið högg enda fuglinn stór. Rifbein geta hafa brotnað og stungist í innri líffæri og svo fellur hann til jarðar.“

 

 

Þór Magnússon segist viss um að fuglinn hafi verið nýdauður þegar hann gekk fram á hann síðdegis á miðvikudaginn. „Það var búið að vera frekar slæmt skyggni þar sem ekki sást í efsta þriðjung mastursins. Annars er ekki mjög algengt að sjáist til arna hér á Gufuskálum. Þó sá ég tvo fugla í fyrra.“

 

Útvarpsmastrið á Gufuskálum var reist fyrir hálfri öld. Það þjónar nú fyrir langbylgjusendingar Ríkisútvarpsins. Bilun olli því að ljósin fóru af mastrinu í fyrra og var það ljóslaust um margra mánaða skeið. Þessi bilun hefur nú verið lagfærð utan þess að blikkandi ljós sem áður voru á mastrinu hafa ekki enn komist í lag en það logar á svokölluðum stöðuljósum sem lýsa stöðugt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is