Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2014 08:01

Vatnsdeigsbollur með karamellu vinsælastar

Það var handagangur í öskjunni í fjölskyldufyrirtækinu Brauða- og kökugerðinni á Akranesi í gær, daginn fyrir bolludag. Þar kepptist fólk við að baka og skreyta bollur af ýmsum gerðum. Og girnilegar voru þær! Sú breyting er nú á bakaríamarkaðinum á Akranesi frá síðasta bolludegi að hætt er starfsemi í hinu áratugagamla Harðarbakaríi. Því er álagið enn meira en vanalega í hinu litla en heimilislega bakaríi fjölskyldunnar við Suðurgötuna. Þar hjálpast allir að, ungir sem gamlir. Þegar ljósmyndara bar að garði í gær var löng biðröð viðskiptavina að taka forskot á sæluna og „bolla sig upp.“ Inni í bakaríinu var síðan unnið hratt en fumlaust. Greinilegt að þar hafa slíkar tarnir verið unnar áður. Þrír ættliðir komu við sögu. Þeir Karl Alfreðsson bakari, Alfreð sonur hans og Karl yngri voru allir að vinna við undirbúning fyrir gerbollubakstur næturinnar sem í hönd fór. Fleiri voru að störfum og raunar unnið allsstaðar sem pláss var til þess.

 

 

Hægt er að vinna ýmislegt í haginn við baksturinn til að sjálfur bolludagurinn gangi sem best, sögðu þeir feðgar. Aðspurður sagði Karl eldri að  nú í nótt yrði vaknað fyrr en venjulega og byrjað að baka um klukkan 3 og setja í bollurnar það sem við á. Ekki veitti af því pantanir fyrir hundruðum ef ekki þúsundum bolla lágu fyrir frá ýmsum fyrirtækjum til afgreiðslu í dag. Bréfmiðar með pöntunum uppi á vegg báru þess vitni. Alfreð upplýsti að mikil breyting væri nú orðin á hvaða bollur væru vinsælastar. Þegar hann var að byrja að baka með föður sínum var um 80% sölunnar gerbollur, en nú hefur dæmið algjörlega snúist við. Langflestir velja vatnsdeigsbollur og í þeirra röðum eiga þær með karamellukreminu vinninginn. „Þetta fer enda vel saman; vatnsdeig, rjómi, jarðarberjasulta og karamellan,“ sagði Alfreð.

 

Kalli sonur hans var greinilega ekki að koma að bakstrinum með pabba sínum og afa í fyrsta skipti, þótt hann sé ekki nema á tólfta ári. „Hann segist samt ekki ætla að verða bakari,“ upplýsir Alfreð um soninn. „Segist ætla að verða vísindamaður enda náttúrufræðin í uppáhaldi í skólanum. Sá yngsti, átta ára, segist hins vegar vera ákveðinn í að verða bakari þegar hann verður stór,“ upplýsir faðir þeirra. Það eru því líkur á að fyrirtækið verði áfram í eigu fjölskyldunnar. En það má ekki trufla vinnandi menn lengur, enda mesti annatími í bakaríum landsins framundan.  Þegar þúsundir bolla verða bakaðar til að gleðja bragðlauka landans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is