05. mars. 2014 08:01
Hollvinasamtök Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, í samstarfi við Þróunarfélag Snæfellinga og Umhverfisstofnun, boða til fundar um stöðu og framtíðarhorfur í starfsemi Þjóðgarðsins. Fundurinn verður á Hótel Hellissandi föstudaginn 14. mars og hefst kl.15. Aðal umfjöllunarefni frummælenda verður Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, umhverfismál, rannsóknir innan marka þjóðgarðsins og á Snæfellsnesi, horfur í ferðaþjónustu árið 2014 og framlag Þjóðgarðsins í þágu landkynningar og ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.
Lesa má nánari lýsingu á einstökum fyrirlestrum í auglýsingu sem birtist í Skessuhorni í dag.