04. mars. 2014 09:01
Háskóladagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn laugardag í blíðskaparveðri í Reykjavík. Landbúnaðarháskóli Íslands var með kynningu í HÍ auk þess að kynna starfsemina í Hörpunni sama dag. Háskólinn á Bifröst kynnti námsframboð sitt ásamt HR í Nauthólsvík. Mikill mannfjöldi kom og heilsaði uppá glaða og hressa nemendur frá Háskólanum á Bifröst ásamt kennurum og öðru starfsfólki skólans. Mátti að sögn bifrestinga merkja mikinn áhuga á Háskólanum á Bifröst og því námi og kennsluaðferðum sem í boði eru. Þá voru einnig fulltrúar frá leikskólanum Hraunborg og grunnskólanum á Varmalandi á staðnum til að svara spurningum.
Á staðnum var einnig lukkuhjól, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Vakti það mikla athygli og mun einn heppinn þátttakandi fá í verðlaun miða á tónleika Justin Timberlake.