Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2014 06:01

Mál skýrast fljótlega varðandi sólarkísil á Grundartanga

Áfram er unnið að undirbúningi varðandi hugsanlega staðsetningu kísilverksmiðju á Grundartanga. Starfshópur er að störfum varðandi skipulagsmálin og von er á fulltrúum bandaríska fyrirtækisins Silicor í heimsókn á Grundartanga von bráðar. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna telur líklegt að þá muni mál skýrast eitthvað frekar. Sem kunnugt er hefur bandaríska fyrirtækið spurst fyrir um athafnasvæði fyrir verksmiðju sem veita myndi um 400 manns vinnu. Gísli sagðist í samtali við Skessuhorn ekkert geta sagt til um stöðuna gagnvart ríkinu um orkumálin, en þess má geta að 70 mekavatta orka bættist við til afhendingar á Grundartanga með gangsetningu launaflsvirkis sem tekið var í notkun fyrir skömmu og greint var frá hér í Skessuhorni.

 

 

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir að starfshópur skipaður skipulagsfulltrúum frá Grundartangasvæðinu og Hvalfjarðarsveit, ásamt tveimur fulltrúum Umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar, vinni að skipulagsmálunum í samráði við Skipulag ríkisins. Rætt hefur verið um hugsanlega staðsetningu umræddrar verksmiðju í landi Klafastaða norðaustan álversins og útfærslu athafna- og iðnaðarsvæðisins í þá áttina. Kísilverksmiðjan, sem mun framleiða hráefni til gerðar sólarrafhlaðna, nýtir einmitt til framleiðslunnar hráefni frá álverum og þá er staðsetning í grennd við Norðurál ákjósanleg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is