Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2014 09:01

Frumkvöðlar úr Borgarnesi í úrslitum Gulleggsins

Frumkvöðlar úr Borgarnesi eru komnir í úrslit frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins á vegum nýsköpunar- og frumkvöðlasetursins Innovit í Reykjavík. Þetta eru þau Nanna Einarsdóttir verkfræðingur, Geir Konráð Theódórsson nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, Björn Theódórsson fiskifræðingur og Eiríkur Rafn Björnsson verkfræðingur. Til gamans má geta þá eru þeir Geir Konráð og Björn bræður og Eiríkur Rafn er sonur Björns. Verkefni fjórmenninganna nefnist Ægisgildra sem er ný aðferð við fiskveiðar. Um er að ræða afar frumlega nýjung. Ægisgildra er hugsuð sem gildruveiðarfæri sem styðst við viðbragðsskilyrði og flokkunarhugbúnað til að veiða fiska eftir tegundum og stærð með vistvænum hætti. Veiðarfærið sendir í land skilaboð um stöðu gildrunnar og heldur fiskinum lifandi þar til réttar aðstæður hafa skapast til að koma honum til vinnslu og eftir það á markað.

 

 

Alls eru tíu verkefni sem keppa til úrslita í Gullegginu í ár og voru þau valin úr hópi 377 hugmynda sem bárust í keppnina. Meginmarkmið Gulleggsins er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin er ákveðinn gæðastimpill á viðskiptahugmyndir frumkvöðla sem laðar að fjárfesta, skapar ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag. Dæmi um önnur verkefni sem komust í úrslit í ár eru sjónrænar uppskriftir, vistvæn kjúklingaframleiðsla, tölvuleikjagerð og rafrænt tengslanet greiðslukerfa.

 

Lokadagur Gulleggsins fer fram á laugardaginn en þá verða kynningar á verkefnum fluttar fyrir dómnefnd sem í framhaldinu mun velja sigurvegara. Í verðlaun er ein milljón króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is