04. mars. 2014 01:55
Velferð dýra verður í sviðsljósinu á vísindaþingi landbúnaðarins, Landsýn, sem haldið verður á Hvanneyri nk. föstudag, 7. mars. Á málstofu um velferð dýra verða ný lög um dýravelferð kynnt og rætt um hvernig hægt er að mæla dýravelferð. Þá verða kynntar niðurstöður rannsókna á munni hesta og útigangi, ástandi fjárhúsa og þróun og áhrif bóluefna. Málstofan hefst í Höfða kl. 10 og varir til kl. 15. Samhliða málstofu um velferð dýra verða haldnar málstofurnar: Ferðamál og dýr – Landbúnaðartengd ferðaþjónusta, Landlæsi og Skógrækt á rofnu landi. Eftir klukkan 15, að málstofum loknum, verður veggspjaldasýning þar sem höfundar veggspjalda munu kynna efni þeirra og svara fyrirspurnum. Skráning og nánari upplýsingar eru á vef LbhÍ; www.lbhi.is