04. mars. 2014 06:15
Hinn 28 ára Kristinn Örn Viðarsson, sem leitað var að í nótt og í dag, er fundinn heill á húfi. Nú rétt í þessu voru leitarmenn kallaðir til baka, en yfir 200 björgunarsveitamenn auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar hafa leitað Kristins í allan dag. Björgunarsveitarfólk af Vesturlandi tók meðal annarra þátt í leitinni. Í tilkynningu er öllum sem komu að leitinni þakkað vel fyrir aðstoðina. Björgunarsveitir voru fyrst kallaðar út klukkan 01:45 í nótt og leituðu þær víða á höfuðborgarsvæðinu, bæði á landi og sjó.