Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2014 06:18

Revían „Ert‘ekki‘að djóka (elskan mín)“ frumsýnd í Logalandi

Búast má við skemmtilegri sýningu á föstudaginn í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal þegar leikdeild Umf. Reykdæla frumsýnir revíuna „Ert‘ekki‘að djóka (elskan mín)“. Verkið er eftir Bjartmar Hannesson skáld og bónda á Norður Reykjum í Hálsasveit og er leikstýrt af Þresti Guðbjartssyni. Þetta er önnur revían sem Bjartmar sendir frá sér en sú fyrri, „Ekki trúa öllu sem þú heyrir,“ var sýnd í Logalandi fyrir tveimur árum einnig í leikstjórn Þrastar við góðar undirtektir. Að sögn Bjartmars er nýja revían að sumu leyti af sama meiði og fyrra verk. „Sögusviðið er Borgarfjörður í spéspegli og koma margir kunnuglegir Borgfirðingar við sögu. Ólíkt fyrra verki er „Ert‘ekki‘að djóka (elskan mín)“ hins vegar með mjög alþjóðlegu ívafi. Fókusinn í verkinu er til dæmis settur á nýjungar og nýbreytni í ferðaþjónustu, enda á það að vera greinin sem á að bjarga öllu,“ segir Bjartmar sem hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína í Logaland á næstunni til að fræðast betur um málið.

 

 

 

Bjartmar kveðst hafa byrjað að semja verkið síðastliðið vor og hafi vinna við það meira og minna staðið yfir fram að æfingum sem hófust í ársbyrjun. „Þetta er líflegt og skemmtilegt verk sem er svona innanhéraðs kómedía. Söngur einkennir líka verkið og eru 15 söngvar fluttir við texta sem ég samdi við ýmis lög. Um söng og hljóðfæraleik sér sönghópurinn Hálsasveitin sem myndaður var í tengslum við sýninguna. Alls eru 17 manns á sviði í verkinu og tóku flestir þátt í sýningunni fyrir tveimur árum. Fleiri koma síðan að framkvæmd sýningarinnar með ýmsum hætti.“

 

Frumsýningin á föstudaginn hefst kl. 20:30 en alls hafa fimm sýningar verið auglýstar. Nálgast má frekari upplýsingar um sýningartíma og miðaverð í auglýsingu í Skessuhorni sem kemur út eldsnemma í fyrramálið. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is