Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2014 09:12

Loðnu úr vestangöngu nú landað á Akranesi

Loðnuveiðiflotinn var í gær í Ísafjarðardjúpi þar sem töluvert sást af lóðningum. Ingunn AK sigldi með hátt í 900 tonna afla til Vopnafjarðar í gær en Lundey NS sigldi á Akranes með svipað mikinn afla og kom þangað í nótt. Mörg skip voru á veiðum í djúpinu í gær. Skipstjórnarmenn binda vonir við að þarna sé á ferðinni loðna úr svokallaðri vestangöngu enda er hrognafyllingin mun minni en var í loðnunni sem veiddist út af Malarrifi í síðustu viku og vikunni þar áður. Í fyrra kom einnig loðnuganga að vestan en munurinn þá og nú er sá að ekki varð vart við loðnuna fyrr en hún var komin suður í Breiðafjörð. Arnþór Hjörleifsson skipstjóri á Lundey segir að loðnan, sem veiddist í gær, sé með þannig hrognafyllingu að þó nokkuð sé í að hún hrygni.  ,,Það er ómögulegt að meta hve mikið magn af loðnu þarna er á ferðinni en þar sem við vorum að veiðum voru góðar lóðningar,“ sagði Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni á vef fyrirtækisins síðdegis í gær. Ingunn var þá nýfarin af miðunum. „Þetta er smærri loðna og hrognafyllingin er ekki áætluð nema um 17-18% á meðan loðnan við Snæfellsnesið var búin að hrygna og það eina sem fékkst þar síðustu veiðidagana voru karlsíli,“ sagði Guðlaugur. 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is