Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2014 03:40

Fyrsti íslenski afinn til að komast á hæsta tind í heimi

Fólk er að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu og sumir virðast endalaust í því að bæta fyrri met eða ná nýjum markmiðum. Sumir eru fæddir sigurvegarar og setja sín takmörk og gera sínar áætlanir samkvæmt því. Ingólfur Geir Gissurarson, sem á árum áður var frækinn sundkappi á Akranesi, fellur mjög vel inn í þann hóp. Þegar hann var orðinn margfaldur Íslandsmeistari, hafði sett 19 Íslandsmet í sundi og stóð uppi sem sundmaður ársins á Íslandi 1981, hætti hann í sundinu aðeins 19 ára gamall. Nokkrum árum seinna byrjaði hann að skokka og átti það að vera heilsubót í hádeginu með skrifstofuvinnunni. Ekki leið á löngu þar til Ingólfur Geir var kominn í hörkukeppni í hlaupunum og fimm sinnum varð hann Íslandsmeistari í maraþonhlaupi á árunum 1995-2001. Ingólfur hafði alla tíð haft mikinn áhuga á fjallgöngum og stundað þær af og til. Hann byrjaði síðan að stunda háfjallgöngur í kringum 2005 og það áhugamál vatt upp á sig eins og þau fyrri. Fjöllin urðu sífellt hærri sem Ingólfur kleif og á síðasta ári náði hann lokatakmarkinu þegar hann kleif Mount Everest, hæsta fjall í heimi.

 

 

 

Ingólfur varð fimmti Íslendingurinn sem kleif þennan hrikalega fjallstind, jafnframt sá elsti hingað til, 50 ára gamall og fyrsti íslenski afinn til að afreka þetta. Þeir eru trúlega ekki margir sem hafa kynnt sér hvað liggur að baki því að takast á við þá áskorun að klífa hæsta fjallstind í heiminum. Hvað þá að gera sér grein fyrir þeim lífsháska sem þeir fjallgöngumenn bjóða byrginn þegar þeir feta einstígið á fjallsegginni, með hyldýpi á báðar hendur, langt ofan við þau hæðarmörk sem fólk ferðast um án auka súrefnis. Það er líka ýmislegt annað sem fyrir augu ber á þessari leið sem fjarri lagi er hughreystandi og til þess fallið að auka kjark göngufólks. Skessuhorn birtir í opnuviðtali í blaðinu sem kom út í dag áhrifamikla lýsingu Ingólfs Geirs af ferðinni á Everest.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is