05. mars. 2014 04:08
Börn hafa í dag þrammað milli fyrirtækja; sungið og fengið í stað nammi í tilefni öskudagsins. Margir hafa lagt á sig miklu vinnu við búningagerð og söngæfingar. Pilturinn á þessari mynd á tvímælalaust vinninginn á Akranesi. Skessuhorni bárust nokkrar ábendingar frá starfsmönnum annarra fyrirtækja í bænum um þennan tiltekna búning, enda þótti fólki hann almennt bera af. Hér er höfuðlausi maðurinn sem heldur á haus sínum í dalli. Frumlegt. Viðkomandi sagðist hafa þróað búninginn sjálfur en í fyrra var hann Legókubbur. Pilturinn er ættaður að norðan en þar eiga frumlegir öskudagsbúningar sér lengri og sterkari hefð en víða annarsstaðar.