Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2014 01:01

Hættir brátt sem forstöðumaður Norska hússins

Breytingar eru framundan í Norska húsinu í Stykkishólmi, Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. AlmaDís Kristinsdóttir forstöðumaður hefur sagt starfi sínu lausu. Hún hefur verið forstöðumaður Norska hússins í tvö ár og eru áætluð starfslok hennar 30. apríl næstkomandi. Ástæðuna fyrir uppsögninni segir hún tvíþætta. „Ástæðan er bæði persónulegs og faglegs eðlis. Annars vegar eru það húsnæðismálin en ég hef verið svo heppin að leigja yndislegt hús síðastliðin tvö ár sem nú er komið í sölu. Ég sé mér ekki fært að kaupa það og hef því ákveðið að snúa aftur til höfuðborgarinnar þrátt fyrir frábæran tíma í fallegum bæ. Hins vegar hefur mér hlotnast styrkur sem gerir það að verkum að ég get sinnt doktorsrannsókn minni í safnafræði betur og verið nær fjölskyldu og eigin fræðasviði í námi og kennslu,“ segir AlmaDís.

Hún bætir því við að þetta hafi verið mjög góður og lærdómsríkur tími, sem eini starfsmaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu frá apríl 2012. „Föðurafi minn og -amma tengdust Snorrastöðum og Syðstu-Görðum í Kolbeinsstaðahreppi og það hafa verið forréttindi að hafa fengið að kynnast svæðinu betur.“

 

Frábært tækifæri fyrir þá sem þora

Hún nefnir að Norska húsið sé stórmerkilegt hús, enda 182 ára í júní á þessu ári og á lista yfir tíu merkilegustu hús landsins. Norska húsið – BSH öðlaðist nýlega viðurkenningu sem faglegt safn frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu en aðeins 39 söfn hafa hlotið slíka viðurkenningu á landsvísu. „Safnamál þyrftu að vera meira forgangsmál hér um slóðir en fimm sveitarfélög standa að Norska húsinu. Mér sjálfri hefur fundist ganga heldur hægt að breyta og bæta en ein manneskja breytir ekki viðhorfum heils samfélags. Til þess þarf mikinn meðbyr allra hlutaðeigandi sveitarfélaga og hér eru tækifæri til samvinnu á hverju strái. Hér er að opnast frábært tækifæri til að takast á við safnamál á svæðinu og gríðarlega spennandi áskorun fyrir þá sem þora, og það á fallegasta svæði landsins,“ segir AlmaDís að endingu. Hún mun fylgja eftir skipulagningu sem hefur átt sér stað um þónokkurn tíma vegna sumaropnunar 1. júní 2014 og verður nýjum forstöðumanni til halds og trausts í lok maí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is