Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2014 11:01

Foreldrar hvattir til að fylgjast með hjálmanotkun unglinga

Töluvert hefur borið á því undanfarið að unglingar á Akranesi séu hjálmlausir á reiðhjólum og rafvespum. Samkvæmt umferðarlögum er öllum börnum, 15 ára og yngri, skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. „Nú eru hjólin og vespurnar að koma út aftur og þá er mikilvægt að herða á í sambandi við hjálmanotkun. Undanfarið hefur verið töluvert um að unglingarnir sleppi hjálminum, þó að það séu alltaf einhverjir sem nota hann,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, verkefnisstjóri umferðarfræðslu hjá Grundaskóla.

 

 

Nýlega var rætt við nemendur Grundaskóla um mikilvægi hjálmsins. „Við ræddum mest um hvað heilinn er viðkvæmur fyrir hnjaski og bentum krökkunum á að þó að þeir fari varlega, þá séu alltaf einhverjir ökumenn í umferðinni sem ekki gæti sín nægilega vel. Hugsunin „það kemur ekkert fyrir mig, ég fer svo varlega“ er rík hjá þessum aldri og því er mikilvægt að benda þeim á að þau geta mætt ökumönnum sem fara ekki varlega.“ Einnig hefur eitthvað borið á því að unglingar vilji ekki setja á sig hjálma til að skemma ekki hárgreiðsluna og hafa þeir verið beðnir um að taka hárgelið frekar með í skólann en að sleppa hjálminum. Þá hafa þeir fengið að fylgjast með sögu Ryan Smiths, 16 ára drengs í Bretlandi sem varð fyrir bíl í fyrra og skaðaðist mjög illa á heila. „Hann vildi ekki nota hjálm því það skemmdi hárgreiðsluna og nú hefur faðir hans stofnað samtök sem berjast fyrir öruggum hjólreiðum og leggja áherslu á að allir noti reiðhjólahjálm. Faðir Ryans segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið en hjálmurinn hefði varið heila drengsins betur fyrir skaða. Við höfum því verið að reyna að benda krökkunum á að höfuðhögg er ekki eins og að handleggsbrot. Heilinn grær ekki eins og beinin ef hann verður fyrir hnjaski,“ segir Karen.

 

Nota hjálminn eða ganga

Hvatt hefur verið til áframhaldandi umræðu um þessi mál heima fyrir enda mikilvægt að allir noti reiðhjólahjálma, líka þeir sem eru eldri en 16 ára. „Við leggjum til að allir noti reiðhjólahjálma, þó þeir séu orðnir 16 ára. Þeir sem eldri eru eru fyrirmyndir þeirra yngri og því enn mikilvægara að sýna gott fordæmi. Við viljum einnig hvetja foreldra og forráðamenn til að aðstoða börnin við val á góðum hjálmi og gefa börnunum tvo kosti; að nota hjálminn ef þau ætli sér að hjóla, annars ganga þau,“ segir Karen Lind að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is