Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. mars. 2014 03:25

Fundur gegn kynbundnu ofbeldi haldinn á Akranesi

Zontaklúbbur Borgarfjarðar heldur opinn súpufund gegn kynbundnu ofbeldi á Gamla kaupfélaginu á Akranesi laugardaginn 8. mars frá kl. 12 – 14. Tilefni fundarins er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er 8. mars ár hvert, víðsvegar um heiminn. „Fundurinn hefst á því að Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi verður með stutt ávarp. Næst tekur til máls Anna Lára Steindal, verkefnastjóri mannréttindamála hjá Akraneskaupstað og talar ásamt Rosmary Atieno frá Keníu. Að lokum mun Amal Tamimi flytja fyrirlestur um konur og Íslam. Hún ætlar að fjalla um aðstæður og mannréttindi kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, sem búa því miður of oft við heimilisofbeldi, og ræða um öryggi þeirra. Eftir það verða umræður og kaffi. Það stefnir í mjög skemmtilegan fund þar sem sjónarhornið verður vítt,“ segir Ulla R. Pedersen formaður Zontaklúbbs Borgarfjarðar í samtali við Skessuhorn.

Láta gott af sér leiða

Zontasamband Íslands er aðili að alþjóðlegri hreyfingu Zonta International, þjónustusamtaka kvenna sem vinna saman að því að bæta stöðu kvenna um allan heim. Zontasamtökin eru einu alþjóðasamtökin sem byggja styrki sína eingöngu í þágu kvenna. Zontahreyfingin hefur starfað í 70 ár á Íslandi og í dag eru klúbbarnir átta. Zontaklúbbur Borgarfjarðar er yngstur þeirra en hann er á þriðja starfsvetri. „Klúbburinn er fyrir konur héðan af svæðinu úr öllum stéttum úr Borgarfirði, Hvalfjarðarsveit og af Akranesi. Hann telur núna tólf félaga og allir eru velkomnir. Við hittumst einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina, alls níu sinnum á öllu félagssvæðinu frá Akranesi að Bifröst. Fundirnir eru skemmtilegir og fróðlegir, oft koma gestafyrirlesarar sem fjalla meðal annars um kjör kvenna víðsvegar um heiminn, svo sem í Japan og Tansaníu,“ segir Ulla. Þess má geta að Zontaklúbbur Borgarfjarðar lætur reglulega gott af sér leiða og veitti til að mynda Stígamótum 100 þúsund króna styrk í fyrra ásamt því að klúbburinn veitir árlega hvataverðlaun til kvenkyns stúdenta í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þá styrktu þær einnig við BISER verkefnið sem er kvennaathvarf í Bosníu.

 

Fundurinn á laugardaginn er hluti af herferðinni „Zonta segir nei“. Allir Zontaklúbbar landsins verða með einhvern viðburð í tilefni dagsins sem tengjast þessari sömu herferð. Húsið opnar klukkan 11:45 og aðgangseyrir er 2500 kr. Allur ágóði rennur til styrktarsjóðs Zontaklúbbs Borgarfjarðar. Innifalið í aðgangseyri er súpa, kaffi og te, fróðleg erindi og fjörugar umræður segir í tilkynningu frá Zontaklúbbnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is