Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2014 12:01

Gauragangur frumsýndur hjá NFFA um miðjan mars

Leiklistarklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi æfir stíft þessa dagana fyrir uppsetningu á gamanleikritinu Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hallgrímur Ólafsson og Gunnar Sturla Harðarson leikstýra verkinu, Emilía Ottesen er danshöfundur og Birgir Þórisson er tónlistarstjóri ásamt Inga Birni Róbertssyni, en tónlist var samin við leikverkið á sínum tíma í samvinnu við hljómsveitina Nýdönsk. Alexander Aron Guðjónsson, annar formanna leiklistarklúbbsins, segir að alls taki 42 nemendur þátt í uppsetningunni. Leikritið er unnið upp úr samnefndri skáldsögu, einni vinsælustu unglingasögu Íslands, sem þýdd hefur verið á þrjú tungumál. Það fjallar um hversdagslíf samtímans og lýsir venjulegu fólki sem er að kljást við sjálft sig og umhverfið.

 

 

 

„Gauragangur er um unglinginn Orm Óðinsson og spannar ár í lífi hans. Það er um vini hans og fjölskyldu, skólann og allt sem viðkemur lífi hans. Þetta er mjög fjölskylduvænt gamanleikrit sem hentar fyrir alla aldurshópa – eða allavega fyrir tólf ára og eldri,“ segir Alexander Aron. Leikritið var sett upp í Borgarleikhúsinu 2008 og hlaut góðar viðtökur en hefur áður verið sýnt á Akranesi. „Fjölbrautaskólinn setti það upp síðast 2004, þannig að það má kannski segja að þetta sé tíu ára afmælissýning,“ bætir Alexander við.

Leikritið verður frumsýnt í Bíóhöllinni 15. mars næstkomandi, kl. 15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is