Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2014 11:01

Golfhermir tekin í notkun í Eyjunni

Nýr og glæsilegur golfhermir var nýverið tekinn í notkun í Eyjunni, inniæfingaaðstöðu Golfklúbbs Borgarness í Brákarey í Borgarnesi. Það var Þórður Sigurðsson heiðursfélagi í GB og fyrrverandi formaður klúbbsins sem fékk þann heiður að vígja herminn með því að slá fyrsta höggið sem reyndist vera um 200 metra högg með driver. Að sögn Ómars Arnar Ragnarssonar umsjónarmanns golfhermisins hefur hópur klúbbfélaga unnið hörðum höndum í sjálfboðavinnu frá febrúarbyrjun að smíða nauðsynlega aðstöðu utan um herminn. Hann segir herminn afar fullkominn og geti kylfingar m.a. valið úr yfir 100 golfvöllum til að leika, þar af mörgum heimsfrægum á borð við Augusta National í Bandaríkjunum. Í herminum er líka sveiflugreiningartæki sem m.a. verður hægt að nota við golfkennslu. Ómar segir að hermirinn hafi kostað um 1,7 milljón króna en hann hafi verið fjármagnaður þannig að klúbbfélagar og aðrir kylfingar keyptu sér spilatíma í honum fyrirfram.

„Nýr hermir með öllu kostar reyndar miklu meira en þar sem við settum hann upp í sjálfboðavinnu með aðstoð úr ýmsum áttum náðum við að lækka kostnaðinn. Fullbúinn hermir sem þessi ætti að kosta með öllu á bilinu 4-5 milljónir króna. Tilkoma hans mun gjörbylta æfingaaðstöðu klúbbfélaga og vafalaust stuðla að forgjafarlækkun hjá mörgum.“

 

Ómar segir að hermirinn sé opinn öllum kylfingum á Vesturlandi. „Hægt er að panta tíma með því að fara inn á sérstaka heimasíðu sem við höfum sett upp. Slóðin á hana er www. golfhermir.simplybook.me. Þar er einnig hægt að nálgast upplýsingar um tímaverð og verð á afsláttarkortum. Áætlað er að 18 holu hringir taki um þrjá klukkutíma fyrir þrjá til fjóra í holli. Síðan minni ég á að í Eyjunni eru einnig þrír æfingabásar og stærðar æfingapúttflöt, þannig að þar eru kjöraðstæður til að æfa sig,“ segir Ómar sem bendir áhugasömum einnig á fésbókarsíðu GB fyrir frekari upplýsingar um starfið í Eyjunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is