Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. mars. 2014 08:01

Módel búið að opna heimilistækjadeild að nýju

Eins og fram kom í Skessuhorni nýverið hætti Ormsson rekstri söludeildar á Akranesi fyrr á þessu ári. Var hún í leiguhúsnæði inni í verslun Módels við Þjóðbraut 1. Nú hafa hjónin Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir kaupmenn í Módel svarað óskum markaðarins og opnað nýja og glæsilega heimilistækjaverslun í sama húsnæði. Hafa þau fengið söluumboð fyrir vörur frá Heimilistækjum og Tölvulistanum. Þar er því hægt að fá allt frá smærri eldhústækjum upp í sjónvörp, ísskápa og þvottavélar. Fleira er einnig á prjónunum hjá þeim hjónum því með vorinu verður opnuð ferðamannaverslun í Módel og í því sambandi hefur verið gerður samningur við Sólarfilmu sem er helsti innflutnings- og söluaðili slíks varnings.

 

 

 

Guðni Tryggvason segir að vissulega hafi sitthvað komið til greina þegar ráðstafa þurfti svo stóru rými sem Ormsson hafði áður haft á leigu. „Fljótlega var samt leitað til okkar og okkur boðið að taka í umboðssölu vörur frá Heimilistækjum og Tölvulistanum. Eftir vandlega skoðun ákváðum við að slá til enda nauðsynlegt að þessar vörur séu fáanlegar á Vesturlandi. Þetta vöruframboð samrýmist líka vel öðru sem við erum með í versluninni,“ segir Guðni.

 

Stór þáttur í rekstri þeirra er innflutningur, dreifing og endursala til annarra verslana á landinu. „Við höfum verið heppin að getað útvegað okkur góð umboð og hefur vörunni verið gríðarvel tekið. Þannig höfum við getað mætt sölusamdrætti vegna efnahagsástandsins með nýjum verkefnum. Til dæmis eru dönsku Glerups flókaskórnir að slá í gegn víða og salan verið langt umfram væntingar. Þá erum við að flytja inn allskyns vörur til heimilisins, snyrtivörur, gjafavöru auk þess að selja blóm. Við erum því bjartsýn á framhaldið. Vissulega hafa árin frá hruni verið erfið en nú sjáum við breytingu til hins betra og vonandi er batnandi tíð fyrir landsmenn handan við hornið,“ segja þau hjón Guðni og Hlín í Módel á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is