Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2014 10:20

Unnið að uppsetningu leikrits í Stykkishólmi

Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi vinnur nú að uppsetningu frumsamins leikverks eftir heimamanninn Bjarka Hjörleifsson. Þetta er annað leikárið í röð sem verk eftir hann er sett á fjalirnar. Í fyrra setti félagið upp leikritið Við dauðans dyr.  „Æfingaferlið er komið ágætlega af stað og leikarar hafa unnið í karaktersköpun. Ekki er enn komið nafn á verkið en það gerist á ruslahaugum og er svolítið glettin samfélagsádeila. Í stuttu máli fjallar það um afdrif fólks á ruslahaugunum eftir að aðstæður snögglega breytast við innkomu drukkinnar stelpu. Fullar stelpur hafa haft meiri áhrif á líf margra en fólki grunar,“ segir Bjarki í samtali við Skessuhorn. Leikarar í verkinu eru níu talsins en alls koma 20 til 25 manns að uppsetningunni.

Tónlistin í verkinu er frumsamin af Jóni Torfa Arasyni, sem einnig er úr Stykkishólmi. „Það er skemmtilegt að geta verið með allt frumsamið. Það má eiginlega segja að þetta sé svona beint frá býli – allt gert heima,“ segir Bjarki. „Það er svo mikið af hæfileikaríku fólki í Stykkishólmi að annað eins þekkist varla. Vandinn er bara að allir eru svo uppteknir og hafa ekki tíma til að láta ljós sitt skína,“ bætir hann við glettinn.

 

Hrafndís Bára Einarsdóttir leikstýrir verkinu. „Hún bjó hér í tæpt ár fyrir einhverjum 7-8 árum. Fór héðan og lærði í Kvikmyndaskóla Íslands að verða leikari og kemur svo hingað aftur til að leikstýra. Hún hjálpaði mér mikið með handritið og gaf mér faglega handleiðslu,“ segir Bjarki. Leikritið hefur verið í skrifum í einhverja mánuði og þar með talið allan æfingatímann. „Leikararnir fengu síðustu línurnar núna í vikunni, rétt fyrir frumsýningu,“ segir Bjarki að endingu.

 

Verkið verður að sögn Bjarka frumflutt von bráðar, en ekki er þó komin endanleg dagsetning á frumsýningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is