Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2014 03:01

Vesturlandsskógar héldu ársfund í Borgarnesi

Góð mæting var á ársfundi Vesturlandsskóga sem fram fór á Hótel Borgarnesi nýverið. Þetta er í fyrsta skipti sem Vesturlandsskógar standa fyrir fundi sem þessum og segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir framkvæmdastjóri að markmið hans hafi verið að kynna fyrir skógarbændum hvað væri framundan á árinu. „Ég var mjög ánægð með fundinn og sérstaklega ánægjulegt var að sjá hvað margir mættu. Á fundinum var starfs- og rekstraráætlun Vesturlandsskóga kynnt auk þess sem haldin voru tvö örerindi. Það fyrra var um ræktun ávaxtatrjáa, en Hraundís Guðmundsdóttir sagði þar frá lokaritgerð sinni við LbhÍ. Seinna erindið var um ræktun„mini“ trjáplantna og flutti það Trausti Jóhannsson. Í mínu innleggi rakti ég síðan hvaða verkefni verður ráðist í á árinu auk þess sem ég brýndi fyrir skógarbændum að halda vel utan um ræktunarbókhald sitt. Stefnt er að því að minna verði gróðursett í ár en í fyrra þar sem fé verður frekar nýtt í nauðsynlegar gæðaúttektir á jörðum. Með þessu verður eftirlit og eftirfylgni af okkar hálfu sett í betri farveg. Einnig hyggjumst við framkvæma árangursmat á eldri gróðursetningum á þessu ári,“ segir Sigríður.

 

 

Þrátt fyrir þessa áherslubreytingu segir Sigríður Júlía að engu að síður verði 280 þúsund plöntur settar í jörðu á árinu auk þess sem 5 kílómetrar af skjólbeltum verða lögð út. „Fjárframlag til okkar stóð hér um bil í stað milli ára og er nú 50,6 milljónir króna. Við erum að vona að botninum sé náð í þeim efnum. Stjórnvöld ætla sér að auka fjárframlög til skógræktar á kjörtímabilinu og liggur þingsályktunartillaga um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar nú fyrir á Alþingi.“

 

Sigríður segir Vesturlandsskóga stefna að því að halda ársfundi árlega á þessum tíma árs til að efla tengslin við skógarbændur. Það henti vel þar sem starfsáætlun liggur jafnan fyrir á þessum tíma og sömuleiðis horfur á plöntuframboði ársins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is