Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2014 06:01

Kærkomnir þvottakústar nú aftur væntanlegir í Borgarnes

Bíleigendur í Borgarnesi og nágrenni og ferðamenn um héraðið geta nú tekið gleði sína á ný því Olís hefur ákveðið að byggja nýtt þvottaplan í Borgarnesi. Verður nýja planið norðaustan við þjónustustöð Olís við Brúartorg. Þar með má segja að þvottakústarnir hafi snúið aftur í Borgarnes eftir tveggja og hálfs árs fjarveru. Kústaleysið í bænum hefur vakið nokkra athygli á landsvísu, ekki síst fyrir þær sakir að á engum stað á Íslandi standa bensínstöðvar eins þétt og við Brúartorg, norðan við Borgarfjarðarbrúna. Hins vegar hefur síðan 2011 verið ómögulegt að þvo bíla á þessum fjölfarna ferðamannastað við þjóðveg eitt.

 

 

Að sögn Þórðar Jónssonar stöðvarstjóra Olís í Borgarnesi verður nýja þvottaplanið í norðausturhorninu á lóð stöðvarinnar og verður um að ræða hefðbundið þvottaplan með vatnstengdum kústum. Þar munu viðskiptavinir Olís getað þrifið bílana sína. Þegar þeir síðan líta upp frá því verki geta þeir notið útsýnisins yfir Borgarfjörðinn, en það er einkar fallegt frá þessum stað. Nú um stundir er verið að ljúka við teikningar og undirbúningsvinnu vegna þvottaplansins, en Þórður segir að stefnt sé að því að framkvæmdir hefjist þegar frost fer úr jörðu. Þvottaplanið verði síðan tekið í notkun í vor eða byrjun sumars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is