Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. mars. 2014 10:01

Myndband: Á hæsta tindi heims

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við fjallgöngumanninn og Everestfarann Ingólf Geir Gissurarson sem kleif þennan hæsta tind heims síðastliðið vor. Þar segir Ingólfur frá svaðilförinni á líflegan og myndrænan hátt og hvernig tilfinning það var að vera staddur á tindinum mikla. Ingólfur hafði að sjálfsögðu kvikmyndatökuvél með sér í för á Everest til að festa augnablikið á tindinum á myndskeið. Það má sjá hér að neðanverðu með góðfúslegu leyfi Ingólfs. Á undan myndbandinu birtist kafli úr frásögn Ingólfs í Skessuhorni þar sem hann lýsir síðasta áfanganum áður en tindinum var náð. Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Hillary step og gangan á toppinn

Erfiðasti hjallinn í leiðinni á efsta tind er svokallað Hillary Step, nefnt eftir sr. Edmund Hillary sem fyrstur fór þar upp. Það er um tíu metra hár lóðréttur drangur í 8.800 metrum. Frá honum er síðan örmjó fjallseggin, um tvö hundruð metra löng og tæplega fimmtíu metra hækkun á toppinn. „Þegar við vorum komnir upp á Hillary Step var ég alveg viss um að ná á leiðarenda. Seinlegasti hluti leiðarinnar var þó eftir í 25 hnúta vindi og 35 gráðu frosti. Ég vonaði að við myndum ekki mæta neinum þar sem ekki er hægt að mætast öðruvísi en leggjast niður og velta sér einhver veginn yfir eða undir þann sem maður mætir. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni á toppnum, en á hann komum við klukkan 6:15 (00:30 að ísl. tíma) þann 21. maí eftir sjö klukkutíma göngu frá Suðurskarði um nóttina. Það var að birta af degi í austri yfir Tíbet og sjónarspilið ótrúlegt. Það var eiginlega ekki hægt að njóta þess fyrr en á toppnum, því þú þarft að hafa alla athygli og einbeitingu á næstu 3-5 metrum allan tíman upp. Það er ekki hægt að leyfa sér að hugsa um annað. Þarna fær heilinn vel innan við 50% súrefni og það slaknar allverulega á skýrri hugsun og fókus, og þú verður að vera meðvitaður um það.“

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is