07. mars. 2014 02:19
Mikilvægur leikur er hjá karlaliði Snæfells í kvöld þegar liðið fær KFÍ í heimsókn í Stykkishólm í Dominos deildinni í körfubolta. Snæfell er að berjast fyrir sæti í úrslitakeppni deildarinnar en liðið er með 16 stig í 7-9. sæti ásamt ÍR og Stjörnunni. Miðað við innbyrðisviðureignir liðanna er Snæfell í 8. sæti sem tryggir þá áfram. Ísfirðingar eru aftur á móti að berjast við falldrauginn og er liðið í 11. sæti með 8 stig. Útlit er því fyrir hörkuleik í kvöld.