Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2014 06:01

Landsbjörg varar við snjallsímaforritum við snjóflóðaleit

Á markaði nú eru nokkur snjallsímaforrit sem seld eru sem snjóflóðaleitartæki. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill eindregið vara við notkun þeirra. Forritin eru að minnsta kosti þrjú og heita „iSis Intelligant Rescue System,“ „Snog Avalanche Buddy“ og „SnoWhere.“ Forritin hafa verið margprófuð af kanadísku snjóflóðastofnuninni. „Alltaf á því að nota hefðbundna og viðurkennda snjóflóðaýla sé ferðast um fjallendi að vetralagi. Þeir senda út á tíðninni 457 kHz og geta leitað að hvor öðrum, óháð merkjum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Um hin nýju forrit segir Landsbjörg að þau geti ekki leitað að, tengst við hefðbundna snjóflóðavara né heldur tengst símum með önnur samskonar forrit. „Tíðnin 457 kHz var valin á sínum tíma þar sem hún endurkastast vel í gegnum snjó, þó hann sé mjög þéttur og endurkastast ekki af grjóti eða öðrum hindrunum. Fyrrgreind snjóflóðaforrit notast m.a. við Bluetooth merki sem veikist hratt í snjó og endurkastast af grjóti og öðrum hindrunum. Auk þess notast snjallsímar við GPS tækni til staðsetningar sem er ekki næstum eins nákvæm og sú tækni sem hefðbundnir snjóflóðaýlar notast við,“ segir í tilkynningu Landsbjargar.

 

 

 

Auk þess er bent á að snjallsímar eru ekki eins sterkbyggðir og snjóflóðaýlar né með sömu rafhlöðuendingu. „Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur því alla ferðamenn til fjalla til að nota hefðbundna snjóflóðýla á ferðalögum sínum auk snjóflóðastanga, skófla og hefðbundins öryggisbúnaðar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is