Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2014 09:02

Sturla Böðvarsson verður bæjarstjóraefni nýs framboðs í Stykkishólmi

Sjálfstæðismenn í Stykkishólmi hafa ákveðið að bjóða ekki fram sérstakan lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta var samþykkt á fundi í sjálfstæðisfélaginu Skildi í dag. Þess í stað hafa sjálfstæðismenn ákveðið að standa saman að nýjum framboðslista ásamt fólki úr öðrum flokkum. Uppstillingarnefnd hefur farið fram á bókstafinn H, lista framfarasinnaðra Hólmara. Sturla Böðvarsson fv. alþingismaður, ráðherra og forseti Alþingis skipar fjórða sæti listans, baráttusæti hans, og verður bæjarstjóraefni hins nýja H lista. Sturla var bæjarstjóri í Stykkishólmi frá 1974 til 1991 þegar hann settist á þing. Oddviti listans verður Hafdís Bjarnadóttir en Sigurður Páll Jónsson varaþingmaður framsóknarmanna í NV kjördæmi skipar annað sætið og Katrín Gísladóttir þriðja sætið.

 

H listinn verður þannig skipaður í heild sinni:

 

1. Hafdís Bjarnadóttir

 

2. Sigurður Páll Jónsson

 

3. Katrín Gísladóttir

 

4. Sturla Böðvarsson

 

5. Íris Sigurbjörnsdóttir

 

6. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

 

7. Sigmar Logi Hinriksson

 

8. Ólafur Örn Ásmundsson

 

9. Ólöf Rún Ásgeirsdóttir

 

10. Ásmundur Guðmundsson

 

11. Hildur Sigurðardóttir

 

12. Þorgrímur Kristinsson

 

13. Guðfinna D. Arnórsdóttir

 

14. Sesselja Pálsdóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is