Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2014 12:01

Hefja söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðbretti

Sigurður Már Sigmarsson neyðarflutningamaður hjá sjúkraflutningunum á Akranesi og Guðjón Hólm Gunnarsson aðstoðarvarðstjóri hjá Neyðarlínunni hafa byrjað söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðbretti til að hafa í sjúkrabílum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Tæki af þessari gerð hefur hlotið nafnið Lúkas, en þar er verið að vísa í að með notkun þess jafngildir það viðbótar manni við endurlífgun. Tækið sér algjörlega um hjartahnoð án þess að þreytast eða vera fyrir öðrum við endurlífgunina. Sigurður Már sagði í samtali við Skessuhorn að tæki sem þetta kosti tvær og hálfa milljón króna og söfnun þeirra félaga miðist við að fá fyrsta tækið í aðalbíl HVE á Akranesi. Þá verður einnig hægt að nýta það á sjúkrahúsinu ef hjartastopp verður þar. Sigurður Már segist jafnframt vona að fleiri byggðarlög hefji sambærilega söfnun fyrir hjartahnoðbretti, því þau þyrftu að vera sem víðast í sjúkrabílum.

 

 

Sigurður Már og Guðjón Hólm segja aðspurðir að það geti skipt sköpum við endurlífgun að hafa slíkt tæki við höndina. Rannsóknir hafi sýnt fram á að Lúkas er að skila mun betri árangri en venjulegt hjartahnoð. Með notkun tækisins skapist mun betra rými fyrir bráðaliða við endurlífgun, t.d. til að veita öndunaraðstoð og lyfjagjöf samhliða því að tækið er að hnoða.

 

Þeir félaga eru nú að leita til fyrirtækja, stofnana, félaga og einstaklinga með ósk um styrki til kaupa á hjartahnoðtæki og óska eftir góðum undirtektum. Lúkas er kominn í sjúkrabíla á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Suðurnesjum. Á öllum þessu stöðum hafa fyrirtæki, félög og einstaklingar lagt fram fé til kaupanna.

 

Söfnunarreikningur fyrir tækinu er:

 

552-04-250380, kt. 630909-0740. Skýring: Lúkas.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is