Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2014 06:01

Starfsmenn Elkem Ísland kjósa um verkfallsboðun

Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að hefja kosningu um verkfall á meðal félagsmanna sinna sem starfa hjá Elkem Ísland á Grundartanga. Fyrirkomulag kosningar er opinn kjörfundur á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness að Sunnubraut 13 og hófst kosningin í gær, mánudaginn 10. mars, og stendur til fimmtudagsins 13. mars kl. 16:00. Verði verkfallsboðunin samþykkt mun verkfall starfsmanna sem tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness og starfa hjá Elkem hefjast þriðjudaginn 25. mars kl. 16:00.

 

 

Frá þessu var greint á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness, en umrædd verkfallsboðun myndi ná til um 150 starfsmanna Elkem Ísland, en 90% iðnverkamanna hjá fyrirtækinu eru félagsmenn í VLFA. Kjarasamningur félagsins við Samtök atvinnulífsins vegna Elkem Ísland á Grundartanga rann út 1. desember sl. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samningi hefur það ekki borið árangur og ber mikið á milli samningsaðila, að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns VLFA. Yfirvinnubann hefur verið í gangi hjá Elkem Ísland frá sunnudeginum 23. febrúar síðastliðnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is