Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2014 09:01

Sambandsþing UMSB fór fram í Brautartungu

Ungmennasamband Borgarfjarðar hélt sambandsþing sitt í félagsheimilinu Brautartungu í Lundarreykjardal á laugardaginn. Að sögn Pálma Blængssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, var þingið vel sótt. Stjórn UMSB var endurkjörin á þinginu en hana skipa þau Sigurður Guðmundsson sambandsstjóri, Ásgeir Ásgeirsson varasambandsstjóri, Kristín Gunnarsdóttir gjaldkeri, Þórhildur María Kristinsdóttir ritari og Aðalsteinn Símonarson meðstjórnandi. Pálmi segir að þingið hafi verið starfssamt og gengu þingstörf vel.

Auk hefðbundinna dagskráratriða var undirritaður samningur á milli UMSB og þekkingarfyrirtækisins KPMG. Samningurinn snýr að því að KPMG styrkir sambandið rausnarlega með því að sjá um færslu á bókhaldi þess og gerð ársreikninga. Að auki býður KPMG aðildarfélögum UMSB sambærilega samninga. Notuðu fulltrúar tveggja deilda hjá Umf. Skallagrími í Borgarnesi tækifærið á þinginu og skrifuðu undir samninga við fyrirtækið. Í samningi UMSB og KPMG er einnig kveðið á um að KPMG muni aðstoða sambandið við að útbúa nýja handbók fyrir gjaldkera íþróttafélaga. Pálmi segir að handbókin muni auðvelda gjaldkerum aðildarfélaganna sitt starf auk þess sem skil og færsla á bókhaldi verður sambærilegra á milli aðildarfélaga sambandsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is