11. mars. 2014 08:01
Tónleikum sem halda átti í Landnámssetrinu í Borgarnesi á föstudaginn með Ellen Kristjánsdóttur, Eyþóri Gunnarssyni og dætrum þeirra hefur verið frestað um óákveðin tíma. Að sögn Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra er ástæðan sú að hljómsveit Eyþórs, Mezzoforte, hefur verið beðin um að leika við afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu sem fram fara sama dag.