10. mars. 2014 06:43
Íbúar Hvalfjarðasveitar og aðrir notendur vatns á veitusvæði Vatnsveitufélags Hvalfjarðasveitar voru í dag varaðir við að gæði neysluvatns munu versna frá og með kvöldinu. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir: „Vegna lítils vatns í vatnsbólum verður að grípa til nauðsynlegra ráðstafana við öflun vatns. Þannig mun síað yfirborðsvatn verða leitt tímabundið inn á neysluvatnslögn. Unnið er að lagfæringum.“ Af þessum sökum er fólki ráðlagt að sjóða allt vatn sem nota skal til neyslu frá kl. 19:00 í kvöld, mánudaginn 10. mars. „Aðvörun þessi gildir þar til annað hefur verið tilkynnt," segir í lok tilkynningarinnar.