Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2014 02:14

Upptaka netalagna á vatnasviði Hvítár í óvissu

Samkomulag milli allra veiðiréttarhafa í Borgarfirði um uppkaup netalagna á vatnasviði Hvítár virðist nú í uppnámi eftir að leigutakar Þverár hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að fara eftir samkomulaginu þar sem þeir telja það ekki í gildi. Krefjast þeir endurgreiðslu á gjaldi því sem þeir inntu af hendi fyrir síðasta sumar, sem var fyrsta ár á samningstímabilinu til 2017. Síðan átti samningurinn að framlengjast um eitt ár í senn. Starir ehf, leigutaki Þverár, sem jafnframt leigja tvö veiðisvæði við Hvítá, byggja ákvörðun sína að hverfa frá samkomulaginu á ákvæði í samningum sem segir að samkomulagið öðlist ekki gildi nema allir samningsaðilar staðfesti það með undirskrift. Veiðifélag Reykjadalsár staðfesti ekki samninginn sem gerður var í febrúarmánuði 2014.

 

 

 

Um málið var fjallað á aðalfundi Veiðifélagsins Hvítár sl. mánudagskvöld. Í ályktun frá fundinum segir að félagsmenn lýsi fullri ábyrgð á hendur Störum ehf, leigutökum Þverár, vegna þeirrar óvissu sem þeir hafa skapað í veiðimálum í Borgarfirði. Ljóst sé að veiðileyfi á vatnasvæðinu fyrir komandi veiðisumar hafa verið seld í trausti þess að staðið verði við samninga um upptöku neta á vatnasviði Hvítár. Áform sem lögmaður Stara ehf kynnti veiðifélaginu Hvítá um síðustu áramót, þess efnis að Starir ehf hyggist ekki efna samninga við Veiðifélagið Hvítá, muni leiða af sér mikla óvissu fyrir héraðið verði netaveiði aftur tekin upp í Hvítá. „Veiðifélagið Hvítá hefur aflað lögfræðiálits um réttarstöðu félagsins vegna þeirra samninga sem gerðir hafa verið, m.a. við Starir ehf. Niðurstaða þess er að samningarnir um upptöku netanna séu í fullu gildi. Leigutökum Þverár hlýtur að vera fullljóst að góð veiði og ímynd veiðivatna skiptir mestu þegar kröfuharðir veiðimenn eru annars vegar. Gott samstarf veiðiréttareigenda í héraðinu sl. 20 ár hefur skipað veiðiánum í Borgarfirði í fremstu röð. Leigutakar Þverár stefna nú þessu samstarfi í hættu og það ber að harma,’’ segir í ályktun frá aðalfundinum.

Óðinn Sigþórsson formaður Veiðifélags Hvítár sagði í samtali við Skessuhorn að ákvörðun leigutakanna Störum ehf veki ekki síst furðu vegna þess að annar samningur hafði verið gerður síðar á árinu 2012 sem byggi á fyrri samningi þar sem inni er afnám leigu netalagna. Þessir samningar séu gagnvirkir að mati lögmanns Veiðifélags Hvítar. Óðinn segir að Veiðifélag Hvítár hafi ekki fallist á endurgreiðslu gjalds til Stara ehf, enda talið að félagið sé bundið af samkomulaginu. Ítrekað hafi verið óskað eftir því hvort staðið verði við samninga vegna komandi veiðisumars en engin svör borist.

 

Nú verði beðið til eindaga greiðslu fyrir upptöku netalagna fyrir næsta sumar en hann er 1. maí næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Starir ehf muni láta verða af því að standa ekki við gerða samninga. Hinn kosturinn væri að fara í dómsmál verði ekki staðið við samkomulagið en ósennilegt að veiðifélagið taki þá ákvörðun. „Við teljum að samkomulagið hafi komið öllum veiðiréttarhöfum til góða og trúum því ekki að nú ætli einn aðili að taka sig út úr og vilji taka til sín allan ávinning af netaupptökunni,“ segir Óðinn Sigþórsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is