Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2014 09:01

Fjöldi Íslandsmeistara í badminton

Íslandsmótið í badminton var haldið um síðustu helgi í TBR-húsinu í Reykjavík. Alls tóku 25 Vestlendingar þátt í mótinu; 22 frá Akranesi og þrír frá Borgarnesi. Þessir iðkendur komu heim með samtals 17 verðlaun og því hægt að segja með sanni að þeir hafi staðið sig vel á mótinu.

Í flokki U 13 varð Andri Snær Axelsson ÍA Íslandsmeistari í einliðaleik. Í tvíliðaleik varð Andri Snær einnig Íslandsmeistari ásamt Davíð Erni Harðarsyni ÍA. Þá urðu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS meistarar í tvenndarleik. Í flokki U 15 urðu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR Íslandsmeistarar. Í flokki U 17 varð Harpa Hilmisdóttir UMFS í Borgarnesi Íslandsmeistari í einliðaleik og tvíliðaleik en þar deildi Lína Dóra Hannesdóttir TBR titlinum með henni.

 

 

 

Önnur úrslit hjá liðsmönnum ÍA voru eftirfarandi: Í flokki U 11 varð María Rún Ellertsdóttir í 1. sæti í einliðaleik, aukaflokki. Í tvíliðaleik í flokki U 13 varð Brynjar Már Ellertsson ásamt Magnúsi Daða Eyjólfssyni KR í 2. sæti. Þá lenti Katla Kristín Ófeigsdóttir í 2. sæti í einliðaleik, aukaflokki. Í flokki U 15 varð Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir í 2. sæti í einliðaleik og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir í 1. sæti í aukaflokki í einliðaleik. Í flokki U 19 urðu Daníel Þór Heimisson og Helgi Grétar Gunnarsson í 2. sæti í tvíliðaleik en báðir leika þeir með ÍA. Daníel Þór lenti einnig í 1. sæti í aukaflokki í einliðaleik og Skagamaðurinn Halldór Axel Axelsson í 2. sæti í sama flokki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is